Veftré Print page English

Sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins


Forseti á fund með sendinefnd kínverska ráðgjafaþingsins sem heimsækir Ísland í boði Alþingis. Rætt var um þróun efnahagslífsins í Kína, hagvöxt og framtíðarhorfur, sem og áherslur nýrra stjórnvalda á lýðræðisþróun og umbætur á sviði laga og réttar, uppbyggingu réttarríkis í Kína. Formaður sendinefndarinnar reifaði þá hugmynd að komið yrði á samræðum við Íslendinga um áfanga í þróun réttarríkis og mannréttinda í ljósi breytinga á Íslandi á undanförnum áratugum. Þá var rætt um vaxandi samvinnu Íslands og Kína, fríverslunarsamning sem nú hefur tekið gildi, uppbyggingu hitaveitna í kínverskum borgum, útflutning á landbúnaðarvörum og sjávarafurðum til Kína sem og nýtingu ýmissa tækninýjunga og uppgötvana á Íslandi. Loks var rætt ítarlega um þróun Norðurslóða, og þátttöku kínverskra sendinefnda í alþjóðaþingum Arctic Circle. Myndir.