Ráðstefna um rafbílavæðingu
Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um rafbílavæðingu á Íslandi. Í ávarpinu hvatti forseti til víðtækrar samstöðu um það markmið að Ísland yrði á næstu áratugum meðal fyrstu landa þar sem öll umsvif á landi, lýsing, kynding og samgöngur, byggðust á endurnýjanlegri orku. Árangur Íslendinga við virkjun vatnsafls og jarðhita fæli í sér að slíkt markmið væri raunhæft ef bílaframleiðendur í öðrum löndum legðu í auknum mæli áherslu á framleiðslu hagkvæmra rafbíla.