Veftré Print page English

Bandaríkin og Norðurslóðir


Forseti á fund með Paul O'Friel, forstöðumanni bandaríska sendiráðsins, og Blake McBryde, sérfræðingi hjá bandarísku landhelgisgæslunni í málefnum Norðurslóða. Rætt var um árangur af þingi Arctic Circle og fyrirhugaða fundi í Alaska og Singapúr. Einnig var rætt um hve vel Ísland hentar sem miðstöð leitar og björgunarstarfs á þeim hluta Norðurslóða sem nær frá Grænlandi yfir Atlantshafið til Noregs.