Veftré Print page English

Sendinefnd Rússlands á Arctic Circle


Forseti á fund með sendinefnd Rússlands á Arctic Circle en hana skipuðu m.a. Artur Chilingarov, landkönnuður og sérstakur sendimaður forseta Rússlands í málefnum Norðurslóða, og forystumenn Sakha lýðveldisins í Rússlandi. Rætt var um mikilvægi Arctic Circle fyrir samstarf og samræður á Norðurslóðum, einkum fyrir einstök landsvæði og sjálfstjórnarhéruð á Norðurslóðum. Fram kom sú hugmynd að efnt yrði innan vébanda Arctic Circle til samstarfs landsvæða á Norðurslóðum sem glíma við þiðnun freðmýra en hún hefur í för með sér að magn metans í andrúmsloftinu eykst með stórfelldri hættu fyrir loftslag jarðar. Myndir.