Sendinefnd Bretlands
Forseti á fund með sendinefnd Bretlands á Arctic Circle en hún er skipuð þingmönnum úr báðum deildum breska þingsins, vísindamönnum og forystumönnum fyrirtækja. Sendinefndin kynnti ítarlega framlag Bretlands og áherslur í málefnum Norðurslóða á sérstökum fundi Arctic Circle og þakkaði forseti sendinefndinni fyrir hve vel hefði verið staðið að þeirri kynningu. Rætt var um áframhaldandi þátttöku breskra fulltrúa í fundum Arctic Circle á komandi árum. Mynd.