Veftré Print page English

Sendinefnd stjórnvalda í Bandaríkjunum


Forseti á fund með fulltrúum bandaríska utanríkisráðuneytisins og varnarmálaráðuneytisins sem sitja alþjóðaþing Arctic Circle. Robert J. Papp aðmíráll, sérstakur sendimaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Norðurslóða, var oddviti hópsins en fundinn sat einnig Fran Ulmer, formaður Vísindaráðs Bandaríkjanna í Norðurslóðarannsóknum, en hún er jafnframt sérstakur ráðgjafi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Rætt var um mikilvægi Arctic Circle, alþjóðavettvangs til að kynna áherslur og stefnu einstakra ríkja. Bandaríkin munu taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á næsta ári. Mynd.