Samstarf háskóla um orkumál
Forseti flytur ávarp í upphafi málstofu sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík í tilefni af samstarfi skólans við m.a. Harvard háskóla og Tufts háskólann í Bandaríkjunum um nýjungar í nýtingu hreinnar orku. Á fundinum ýtti forseti úr vör samstarfsneti þessara aðila, Future Arctic Energy Network. Málstofan er haldin í tengslum við Arctic Circle og í ávarpi sínu áréttaði forseti mikilvægi hreinnar orku fyrir framtíð Norðurslóða og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Að því loknu fluttu kennarar og doktorsnemar frá Harvard og Tuft háskólunum erindi um rannsóknir sínar.