Norðurslóðaráðstefna Háskóla Íslands
Forseti flytur setningarræðu á ráðstefnu sem Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands stendur fyrir. Ráðstefnan ber heitið "The Trans-Arctic Agenda: Challenges of Sustainability, Co-operation and Governance". Sækja hana vísindamenn og fulltrúar stjórnvalda, félagssamtaka og atvinnulífs, einkum frá ríkjum á Norðurslóðum. Í setningarræðunni rakti forseti þær breytingar sem orðið hafa á stöðu Norðurslóða á undanförnum áratugum og hve mikilvægt væri að vel tækist til með þróun þeirrar alþjóðlegu samvinnu sem þar fer nú fram, einkum eftir að meirihluti forysturíkja í efnahagslífi veraldar tekur nú þátt í stefnumótun á Norðurslóðum. Einnig áréttaði forseti réttindi og hagsmuni frumbyggja og nauðsyn þess að umæðan yrði lýðræðisleg og opin öllum.