Veftré Print page English

Vindturn Banglesi skólans


Forseti er viðstaddur vígslu nýs umhverfisverkefnis í Sheikh Khalifa Banglesi Islamia skólanum í Abu Dhabi. Skólinn er barna- og unglingaskóli sem á síðasta ári hlaut Zayed orkuverðlaunin, Zayed Future Energy Prize, en forseti er formaður dómnefndar verðlaunanna. Verkefnið er vindturn og felst í því að beita nýrri tækni við loftkælingu sem ekki krefst neinnar orku. Skólinn hefur á umliðnum árum innleitt margar nýjungar á sviði umhverfis- og orkumála. Forseti flutti ávarp við þetta tækifæri og hrósaði kennurum og nemendum skólans fyrir forystu á sviði orkusparnaðar, aukinnar endurnýtingar og nú síðast með því beita nýjum búnaði við loftkælingu. Myndir.