Gervihnettir. Planet Labs
Forseti á fund með Robbie Schingler og Andrew Zolli, stjórnendum Planet Labs, fyrirtæki sem vinnur að því að setja á loft mikinn fjölda lítilla gervihnatta sem mynda munu sérhvern stað á landi á jörðinni einu sinni á sólarhring og veita almenningi aðgang að slíkum myndum. Þetta nýja net gervihnatta og áhrif þess á umræður og aðgang að upplýsingum verður kynnt á þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í lok mánaðarins.