Forvarnardagur. Vogaskóli
Forseti heimsækir Vogaskóla á Forvarnardeginum og ræðir við nemendur um þann árangur sem náðst hefur meðal grunnskólanemenda á undanförnum árum. Að lokinni athöfn og samræðum á sal skólans fylgdist forseti með þátttöku nemenda í níunda bekk en umræðuhópar í sérhverjum grunnskóla munu skila tillögum um aðbúnað og breytingar í þágu heilbrigðara lífs nemenda. Forvarnardagurinn er haldinn í grunnskólum í öllum landshlutum. Þá ræddi forseti við kennara skólans á kennarastofu. Myndir.