Veftré Print page English

Sendiherra Kína


Forseti á fund með nýjum sendiherra Kína, Zhang Weidong, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna, samning um fríverslun sem tók gildi á þessu ári, aukna nýtingu jarðhita í þágu hitaveitna í Kína sem og rannsóknir á þróun íss og jökla á Norðurslóðum. Heimsóknir kínverskra ráðamanna til Íslands, t.d. heimsókn Wen Jiabao forsætisráðherra árið 2012 og heimsóknir forseta Íslands og ráðherra til Kína, hafa eflt þessi tengsl á undanförnum árum. Áhersla hins nýja forseta Kína, Xi Jingping, á vináttu og samstarf við Ísland skipti einnig miklu máli. Einnig var fjallað um sölu á matvælum til Kína sem og samvinnu á sviði lista og menningar.

 

Kina_2014