130 ára afmæli IOGT
Forseti flytur ávarp á samkomu sem haldin er í tilefni þess að 130 ár eru liðin frá stofnun Góðtemplarareglunnar IOGT á Íslandi. Forseti rakti fjölþætt áhrif hreyfingarinar á íslenskt samfélag. Hún hefði fyrstu áratugina verið í reynd félagsmálaskóli sem þjálfað hefði forystufólk sem síðar gerði sig gildandi á vettvangi verkalýðshreyfingar og stjórnmála. Einnig lýsti forseti þeim jákvæðu breytingum sem orðið hefðu á síðari árum í viðhorfum til neyslu áfengis á opinberum vettvangi og viðhorfsbreytingum meðal æskufólks í grunnskólum; nefndi hann í því sambandi árangur Forvarnardgsins.