Veftré Print page English

Bókabæirnir austan fjalls


Forseti flytur ávarp á stofnfundi nýrra samtaka um tækifærin sem felast í bókabæjunum austan fjalls en fundurinn var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Að samtökununm standa bókasöfn, sveitarfélög og fleiri og er þeim ætlað að nýta erlenda reynslu af bókabæjum til að efla ferðaþjónustu og auðga mannlíf á svæðinu. Í ávarpi rakti forseti hvernig Íslendingar hefðu á undanförnum áratugum skapað fjölþætta starfsemi á sviði ferðaþjónustu og menningar á grundvelli bókmennta og rithöfunda sem tengdust ákveðnum héruðum eða bæjum. Ánægjulegt væri einnig hvernig skólabókasöfn og bæjarbókasöfn hefðu eflst á undanförnum árum og yrði forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessi nýjung um bókabæi austan fjalls gæti orðið öðrum byggðarlögum fordæmi að nýsköpun.