Kristsdagur
Forseti flytur ávarp í upphafi Kristsdags, sem haldinn er í Hörpu en að honum standa allir kristnir söfnuðir í landinu. Í ávarpi áréttaði forseti þátt kristninnar í sögu, menningu og siðferðisvitund íslensks samfélags. Forseti lýsti áhrifum kristninnar á fyrri öldum og mikilvægi hennar á okkar tímum; umburðarlyndi og friðsæld í íslensku samfélagi ætti sér djúpar rætur í kristnum boðskap.