MR. Framtíðin
Forseti ræðir við ritnefnd blaðs Framtíðarinnar, málfundafélags Menntaskólans í Reykjavík, og forseta félagsins um námsár sín í skólanum, blæ félagslífs og skólahalds, verkefni Framtíðarinnar og þá vináttu og samheldni sem skapaðist á skólaárum. Jafnframt áréttaði forseti að mikilvægt væri að sú kynslóð sem nú væri í skólanum varðveitti rætur sínar á Íslandi un leið og hún gæti haft allan heiminn að athafnasvæði. Viðtalið mun birtast í blaði Framtíðarinnar.