Meet in Reykjavík. Sendiherrar
Forseti flytur ávarp á kynningarfundi, sem samstarfsvettvangurinn Meet in Reykjavík efndi til í Hörpu, þar sem fjallað var um tækifæri einstaklinga sem starfa í margvíslegum alþjóðlegum og norrænum samtökum sem og á vettvangi viðskipta og menningar til að kynna þá einstöku aðstöðu sem skapast hefur á Íslandi til að halda ráðstefnur og alþjóðleg þing og viðburði. Rakti forseti í ávarpi sínu ýmis dæmi sem sýna að þáttakskil hafa orðið í þessum efnum.