Veftré Print page English

Sjónvarpsstöðin PBS


Forseti ræðir við þáttagerðarmenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS sem um árabil hafa annast sérstaka þætti um þróun alþjóðamála þar sem leitast er við að varpa nýju ljósi á ýmis alþjóðleg vandamál. Rætt var um þróun samstarfs á Norðurslóðum, árangur Norðurskautsráðsins, tækifærin sem felast í Hringborði Norðurslóða og þátttöku ríkja í Asíu og Evrópu í því samstarfi. Einnig var fjallað um framlag Íslendinga til nýtingar jarðhita í Asíu og Afríku sem og áhuga margra á að efla Ísland sem bækistöð fyrir varðveislu gagna, m.a. í ljósi hagkvæmni þess að reka gagnaver á Íslandi og í krafti þess lýðræðis og opinnar umræðu sem einkennt hefur landið.