Jarðhitaverkefni í Afríku og rómönsku Ameríku
Forseti á fund með forstjóra og stjórnarformanni Reykjavík Geothermal um jarðhitavirkjun í Eþíópíu og samstarf við önnur ríki í Austur Afríku um nýtingu jarðhita í þágu efnahagslegra framfara. Einnig var fjallað um verkefni í rómönsku Ameríku, einkum í Mexíkó, en jarðhitasamstarf við Ísland var eitt af helstu efnisatriðum í opinberri heimsókn forseta til Mexíkó árið 2008. Í væntanlegri opinberri heimsókn forseta til Eþíópíu er áformað að efna til sérstakrar ráðstefnu um víðtækt jarðhitasamstarf í Austur Afríku.