Jarðhitasamvinna við Eþíópíu
Forseti á fund með forsætisráðherra Eþíópíu, Hailemariam Desalegn, um framlag Íslendinga til nýtingar jarðhita í landinu en Reykjavík Geothermal vinnur nú að upphafi framkvæmda við 1.000 MW orkuver þar í landi sem yrði hið stærsta sinnar tegundar í Afríku. Forseti Eþíópíu lýsti eindregnum stuðningi við þetta verkefni og aðra þætti í samvinnu við Ísland, m.a. varðandi landgræðslu og baráttu gegn eyðimörkum. Loks var rætt um opinbera heimsókn forseta Íslands, sem ráðgerð er á næsta ári, en boð um slíka heimsókn barst fyrir nokkrum mánuðum. Áformað er að efna til málþinga með fulltrúum frá ýmsum löndum í Afríku um jarðhita og landgræðsla í tengslum við heimsóknina.