Veftré Print page English

Búseti. Samvinnuíbúðir. Norræn ráðstefna


Forseti setur norræna ráðstefnu búsetafélaga og samvinnubyggingarfélaga á Norðurlöndum sem haldin er í Reykjavík. Að henni standa aðildarfélög NBO samtakanna og er þar fjallað um framtíðarhorfur félagslega húsnæðiskerfisins. Í ávarpi rakti forseti sögu félagslegra íbúða á Norðurlöndum, frá verkamannabústöðum á fyrri hluta 20. aldar til búsetuíbúða við lok hennar. Þá reifaði hann nýjar áskoranir sem felast í kröfum ungrar kynslóðar sem byggir daglegt líf sitt og störf á upplýsingatækni og á kost á að flytja milli byggðarlaga og landa oft á sínum æviferli. Einnig myndu loftslagsbreytingar á komandi áratugum hafa afgerandi áhrif á borgir og byggðarlög og krefjast nýrra lausna í skipulagi. Áríðandi væri að slíkar áskoranir og vandamál væru rædd á opinn hátt og að svörin yrðu grundvöllur stefnumótunar á komandi áratug.