Veftré Print page English

Sendiherra Finnlands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Finnlands, Valtteri Hirvonen, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna, einkum vegna aukins mikilvægis Norðurslóða. Sérstök málstofa um þau efni var haldin í opinberri heimsókn forseta Finnlands til Íslands en forsetinn mun í haust flytja opnunarræðu á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Þá var einnig fjallað um samstarf á sviði atvinnulífs, norrænnar samvinnu sem og þátttöku Finnlands ásamt Svíþjóð í loftvarnaeftirliti við Ísland. Einnig var rætt um þróun mála í Úkraínu, framtíðarhorfur og tengsl við Rússland.

 

Finnland_2014