Veftré Print page English

Átak gegn matarsóun


Forseti tekur á móti forsvarsmönnum og þátttakendum í átaki gegn matarsóun sem Kvenfélagasamband Íslands, Landvernd og Vakandi standa að. Fyrr um daginn var haldin fjölskylduhátíð í Hörpu til að opna almenningi nýja sýn á nýtingu matvæla. Í ávarpi þakkaði forseti samtökunum þetta þarfa framtak því brýnt væri að breyta lífsháttum í þessum efnum. Allar þjóðir heims þyrftu að nýta að fullu afurðir lands og sjávar; ella stefndi í óefni í framtíðinni með vaxandi fjölgun íbúa jarðar. Mikilvægt væri að Íslendingar tækju höndum saman á grundvelli framtaks þessara samtaka.