Veftré Print page English

Sendiherra Noregs


Forseti á fund með nýjum sendiherra Noregs á Íslandi, Cesilie Landsverk, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traustan grundvöll samstarfs landanna, sameiginlega sögu og menningu, uppbyggingu Snorrastofu sem og sameiginlega hagsmuni Íslands og Noregs á undanförnum áratugum. Þá var einnig rætt um hvernig aukið mikilvægi Norðurslóða hefur skapað Íslandi, Noregi og öðrum Norðurlöndum ný verkefni sem kalla á náið samráð og afgerandi forystu. Einnig gerði sendiherrann grein fyrir áherslum norskra stjórnvalda varðandi þróun Evrópu og samvinnu á Atlantshafi.

 

2014_Noregur