Ráðstefna um kolefni
Forseti flytur ávarp í hátíðarsal Háskóla Íslands við upphaf alþjóðlegrar ráðstefnu um kolefni, International Carbon Conference. Ráðstefnuna sækir fjöldi vísindamanna víða að úr veröldinni og standa að henni fimm samtök, m.a. norræn samstarfssamtök á sviði kolefnisbindingar og CarbFix verkefnið sem lýtur forystu vísindamanna við Háskóla Íslands. Í ávarpinu rakti forseti þróun umræðunnar um loftslagsbreytingar á síðustu árum, aukna samstöðu innan vísindasamfélagsins og hvernig reynsla Íslendinga af nýtingu hreinnar orku og margvíslegum vísindaverkefnum gæti nýst í þessu sambandi. Rakti hann hvernig CarbFix verkefnið hefði fyrir átta árum sprottið upp úr samræðum íslenskra og bandarískra vísindamanna og ítrekaði hve mikilvægt væri að hið alþjóðlega vísindasamfélag gerði sig gildandi í umræðunni um loftslagsbreytingar.