Veftré Print page English

Græna verkefnið. Háskólanemar


Forseti tekur á móti háskólanemendum frá Bandaríkjunum, Evrópu og Mið-Austurlöndum sem taka þátt í Græna verkefninu, The Green Program, en það er skipulagt af Háskólanum í Reykjavík og fleiri íslenskum aðilum. Nemendur kynna sér árangur af nýtingu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og ræddi forseti ýmsa þætti hennar og framtíðarhorfur, m.a. með tilliti til virkjana, húshitunar, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.