Veftré Print page English

Sendiherra Japans


Forseti á fund með nýjum sendiherra Japans frú Mitsuko Shino, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Hún er fyrsti sendiherra Japans með búsetu á Íslandi. Forseti fagnaði þessum nýja áfanga í samstarfi þjóðanna sem styrkja myndi til muna tækifæri til aukinnar samvinnu á grundvelli þess góða árangurs sem þjóðirnar hefðu í áratugi náð á sviði gagnkvæmra viðskipta. Japan hefði verið mikilvægur markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir og auk innflutnings á bílum hefði vélakostur frá japönskum fyrirtækjum átt veigamikla hlutdeild í nýtingu jarðvarma á Íslandi. Þá var fjallað um mikilvægi Norðurslóða en Japan leggur ríka áherslu á þátttöku í samstarfi þjóða á því svæði og mun m.a. kynna sérstaklega áherslur sínar og framtíðarsýn í norðurslóðamálum á þingi Arctic Circle sem haldið verður á Íslandi í haust. Að fundinum loknum var móttaka fyrir fulltrúa fjölmargra aðila á sviði vísinda, menningar og viðskipta sem átt hafa samstarf við Japan.

 

Japan