Réttarríki og lagaþróun í Rússlandi
Forseti á fund með sendinefnd frá Rússlandi sem skipuð er fulltrúum Lögfræðingafélags Rússlands og dómurum, sem og fulltrúum embætta saksóknara og annarra réttarfarsstofnana og laganefnda rússneska þingsins. Rætt var um þróun réttarríkisins á Vesturlöndum, þróun þrígreiningar ríkisvalds á Íslandi á 20. öld sem og skipan mannréttinda og grundvallarreglna um sjálfstæði dómstóla og lagaleg réttindi almennings. Þá var einnig rætt um fjölda dómstiga, mikilvægi sjálfstæðs dómsmálaráðuneytis og hlutverk stjórnarskrár í þróun lýðræðis, mannréttinda og réttarfars í ólíkum löndum. Sendinefndin heimsækir einnig innanríkisráðuneytið, Embætti ríkissaksóknara, Héraðsdóm Reykjavíkur og Alþingi og á fund með fulltrúum Lögfræðingafélags Íslands.