Minnisvarði um Guðmund Ólafsson á Fitjum
Forseti afhjúpar minnisvarða um Guðmund Ólafsson á Fitjum í Skorradal en hann var um miðja nítjándu öld meðal frumkvöðla í íslenskum landbúnaði, alþingismaður Borgfirðinga og samverkamaður Jóns Sigurðssonar. Að lokinni afhjúpun flutti forseti ávarp þar sem hann minntist frumherja íslenskrar endurreisnar og sjálfstæðisbaráttu, ítrekaði mikilvægi þess að efla skilning á árangursríkri vegferð þjóðarinnar til framfara og sjálfstæðis og minntist fólksins sem á sínum tíma hefði búið í Skorradal en þeim hefði hann kynnst í frásögnum föður síns sem ólst upp í Bakkakoti. Að lokinni athöfn var samkoma í skemmunni, tónlistarflutningur og erindi um Guðmund Ólafsson og opnun á söguvefnum framdalur.is sem tengdur er stofnun Framdalsfélagsins.