Veftré Print page English

Forseti Stórþingsins


Forseti á fund með forseta norska Stórþingsins sem heimsótt hefur Ísland undanfarna daga og tekið þátt í hátíðardagskrá í Reykholti og Sturluhátíð í Dölum. Rætt var um sameiginlega sögu Noregs og Íslands, uppbyggingu í Reykholti og þátttöku Norðmanna í henni sem og mikilvægi sagnaarfsins fyrir norrænar þjóðir. Þá var einnig rætt um ný verkefni í norrænni samvinnu, sem þróun Norðurslóða hefur í för með sér, og mikilvægi þess að efla styrk Norðurlanda á þeim vettvangi, einkum í ljósi vaxandi áhuga ríkja í Asíu og Evrópu á Norðurslóðum. Einnig var rætt um viðbrögð Norðmanna undanfarna daga vegna hugsanlegrar hryðjuverkaárásar og þær breytingar sem vöxtur hryðjuverkahópa gæti haft í för með sér. Myndir.