Sýning um ferðir Kerguelens til Íslands
Forseti er viðstaddur opnun sýningar í Wathnehúsi á Fáskrúðsfirði um ferðir franska sjóliðsforingjans Kerguelens til Íslands á síðari hluta 18. aldar. Ferðir hans voru fyrstu skipulögðu könnunarleiðangrarnir á vegum franskra stjórnvalda til Íslands og átti Kerguelen meðal annars ítarlega fundi með Eggert Ólafssyni um náttúru landsins og langshagi.