Heimskautastofnun Kína. Vestnorrænt samstarf
Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni sem starfað hefur undanfarin ár á vegum Heimskautastofnunar Kína og hefur unnið sérstaka skýrslu fyrir Vestnorræna ráðið um þróun þess og vaxandi samstarf á Norðurslóðum. Fjallað var um þátttöku Heimskautastofnunar Kína í Hringborði Norðurslóða í fyrra og öðru þingi þess í haust sem og nýjan rannsóknaleiðangur stofnunarinnar á Norðurslóðirsem nú er að hefjast en rúmlega 60 vísindamenn taka þátt í honum.