Veftré Print page English

Alþjóðleg myndlistarsýning á Djúpavogi


Forseti opnar alþjóðlega myndlistarsýningu í Bræðslunni á Djúpavogi en hún er haldin á vegum kínversku-evrópsku myndlistarstofnunnar, CEAC sem Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður og kona hans Ineke hafa starfrækt í Xiamen um árabil. Sýningin sem ber nafnið Rúllandi sjóbolti er hin fyrsta sem haldin er utan Kína og taka þátt í henni þrjátíu myndlistarmenn, frá Íslandi, Kína og Hollandi. Í ávarpi nefndi forseti að merkilegt væri að í sama mánuði og fríverslunarsamningur Íslands og Kína, hinn fyrsti við Evrópuríki, tæki gildi væri einnig haldin á hinum gamla verslunarstað Djúpavogi fyrsta myndlistarsýningin þessarar tegundar í Evrópu. Þannig færu saman frjáls listsköpun og frjáls verslun.