Veftré Print page English

Jarðhitaframkvæmdir í Eþíópíu og Mexíkó. Samvinna við Bútan


Forseti á fund með Guðmundi Þóroddssyni forstjóra Reykjavík Geothermal og Michael Philips stjórnarformanni um virkjun jarðhita í Eþíópíu en þar er unnið að því að reisa þúsund MW orkuver sem yrði stærsta jarðhitaverið í Afríku. Einnig var fjallað um vaxandi áhuga stjórnvalda í Mexíkó á nýtingu jarðhita í landinu en slík tækifæri voru meðal helstu dagskrárefna í opinberri heimsókn forseta til Mexíkó. Einnig var fjallað um samvinnu við Bútan á ýmsum sviðum, m.a. í ljósi væntanlegra ráðstefnu þar um bráðnum jökla og vatnsbúskap á Himalayasvæðinu. Fundinn sat einnig Dagfinnur Sveinbjörnsson stjórnandi Climate Research Foundation sem vinnur að skipulagningu þess fundar.