Veftré Print page English

Samstarf við Japan


Forseti á fund með varatutanríkisráðherra Japans Takao Makino og sendinefnd hans sem heimsækja Ísland. Rætt var um aukna samvinnu á sviði jarðhitanýtingar, Norðurslóða og tækniþróunar í sjávarútvegi. Stjórnvöld í Japan munu kynna stefnu þeirra og framlag til Norðurslóða á þingi Arctic Circle í haust.  Japan mun skipa sérstakan sendiherra á Íslandi í sumar sem m.a. er ætlað að sinna þessum málaflokkum. Einnig var fjallað um langvarandi viðskipti milli landanna og framlag japanskra tæknifyrirtækja til jarðhitanýtingar á Íslandi.