Sumarskóli Alþjóðamálastofnunar
Forseti tekur á móti nemendum og kennurum í sumarskóla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og ræðir við þá um hvernig reynsla Íslendinga frá stofnun lýðveldisins færir okkur ýmsa lærdóma um stöðu smáríkja. Einnig var fjallað um þróun Norðurslóða, stöðu Evrópu og samskipti við Kína; hve erfitt geti verið á vettvangi félagsvísinda að spá fyrir um þróun þjóða og alþjóðamála.