Fundir með fræðimönnum í Montréal
Forseti á þrjá fundi með fræðimönnum, vísindamönnum, háskólakennurum og stúdentum við háskóla í Montréal þar sem fjallað var um framlag vísindasamfélagsins til þróunar Norðurslóða, mikilvægi rannsókna í stefnumótun, bæði varðandi verndun umhverfis, réttindi frumbyggja og nýtingu auðlinda. Fundirnir voru skipulagðir af École nationale d’administration publique (ENAP-Montréal), Center for Interuniversity Research on the International Relations of Canada and Québec (CIRRICQ) og prófessor Lassi Heininen, stjórnarformanni Rannsóknarþings Norðurslóða (NRF).