Veftré Print page English

Ræða um Norðurslóðir á viðskiptaþingi í Kanada


Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á hádegisverðarfundi alþjóðaþingsins International Economic Forum of the Americas sem haldið er í Montréal í Kanada. Þingið sækja um 3.000 fulltrúar, einkum frá Kanada, Bandaríkjunum og löndum rómönsku Ameríku. Í ræðunni rakti forseti vaxandi samvinnu á Norðurslóðum, þátttöku ríkja frá Asíu og Evrópu í stefnumótun, uppbyggingu og vísindarannsóknum og aukna áherslu á nýtingu náttúruauðlinda og nýrra siglingaleiða. Kanada, Ísland og önnur aðildarríki Norðurskautsráðsins hefðu því vaxandi hlutverki að gegna. Myndir (ljósmyndari: Jean-François Lemire).