Veftré Print page English

Alþjóðlegir stjórnendur Actavis


Forseti flytur ávarp á fundi alþjóðlegra stjórnenda Actavis sem haldinn er í Reykjavík. Forseti ræddi þróun fyrirtækisins frá lítilli verksmiðju í Hafnarfirði í umfangsmikið forystufyrirtæki í lyfjaiðnaði á heimsvísu; sú vegferð hefði skapað tækifæri fyrir menntaða unga Íslendinga, sérfræðinga, vísindamenn og fleiri. Mikilvægt væri að sú umfangsmikla alþjóðlega samsteypa, sem nú bæri nafn Actavis, varðveitti þá eiginleika sem verið hefðu leiðarljós starfseminnar. Í því sambandi nefndi forseti Forvarnardaginn, mikilvægan vettvang þar sem allar íþrótta- og æskulýðshreyfingar í landinu, skólar og aðrir, hafa með stuðningi Actavis náð gríðarlegum árangri í baráttunni gegn fíkniefnum.