Veftré Print page English

Jarðhiti í Afríku. Framlag Íslands


Forseti flytur ræðu og svarar fyrirspurnum á sérstökum kynningarfundi sem haldinn var í húsakynnum Alþjóðafriðarstofnunarinnar (International Peace Institute) í New York. Auk hennar stóð að fundinum Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Vettvangur sjálfbærrar orku fyrir alla (SE4ALL) sem staðið hefur fyrir alþjóðaþingi undanfarna daga í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í ræðunni rakti forseti þjálfun fjölmargra sérfræðinga frá Afríku hjá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna, samstarf Íslendinga við Alþjóðabankann og Afríkusambandið um þróun jarðhitaverkefna í Austur Afríku, samning Reykjavík Geothermal um byggingu 1000 MW orkuvers í Eþíópíu sem og áhuga fjölmargra annarra Afríkuríkja á því að nýta sér reynslu og þekkingu Íslendinga á sviði jarðhitanýtingar. Umræðum á fundinum stýrði Gréta Gunnarsdóttir sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.