Norðurslóðir: Norræn-kínversk vísindasamvinna
Forseti flytur ávarp við setningu ráðstefnu, sem haldin er á Akureyri, um samvinnu Norðurlanda og Kína í vísindarannsóknum á Norðurslóðum. Þetta er önnur ráðstefna sinnar tegundar en samstarfsvettvangur þessa efnis var stofnaður í Sjanghæ í Kína. Rannsóknaráð Íslands, RANNÍS, hefur skipulagt ráðstefnuna í samvinnu við Heimskautastofnun Kína. Í ávarpinu lýsti forseti þróun þessarar samvinnu á undanförnum árum og áréttaði mikilvægi þess að vísindarannsóknir lægju til grundvallar stefnumótun á Norðurslóðum.