Kópavogskirkja. Dagur aldraðra
Forseti flytur ávarp við guðsþjónustu í Kópavogskirkju í tilefni af degi aldraðra í þjóðkirkjunni. Í ávarpinu fjallaði forseti um þær breytingar sem orðið hafa á æviskeiði þeirra sem nú eru aldraðir, vegferð Íslendinga frá fátæku samfélagi bænda og sjómanna til velferðar og framfara á okkar tímum. Mikilvægt væri að sýna í verki þakklæti til þeirrar kynslóðar sem skilað hefði slíkum árangri.