Veftré Print page English

Nýjungar í bókhaldi og upplýsingagjöf


Forseti flytur ávarp við setningu ráðstefnu um nýjungar í bókhaldi og upplýsingagjöf, 30th World Continuous Auditing and Recording Symposium, sem haldin er í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er skipulögð í samvinnu við Rutgers háskólann í Bandaríkjunum. Í ávarpi dró forseti ýmsa lærdóma af reynslu Íslendinga í kjölfar bankahrunsins, hvernig skortur á upplýsingum og bókhaldslegu eftirliti hefði aukið á erfiðleika sem bankar og fyrirtæki glímdu við. Þá ræddi forseti einnig hvernig breytingar í upplýsingatækni og kröfur nýrra kynslóða um gagnsæi og óheftan aðgang að upplýsingum breyttu starfsumhverfi fyrirtækja í grundvallaratriðum.