Veftré Print page English

Framkvæmdastjóri UNESCO


Forseti heldur kvöldverð til heiðurs framkvæmdastjóra Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), Irina Bokova, sem heimsækir Ísland. Rætt var um sögu og menningu Íslendinga, varðveislu tungumálsins á öld upplýsingatækni og tölvuvæðingar, byggingararfleifð torfbæjanna, framlag Íslendingasagna til menningar og nútímabókmennta sem og glímuna við loftslagsbreytingar og hvernig rannsóknir á jöklum og ísi þöktum svæðum og menningu og lífsháttum fólks, sem hefur um aldir búið í nábýli við ísinn, geta breytt hinni alþjóðlegu umræðu.