Könnunarsafn á Húsavík
Forseti flytur ávarp og opnar á Húsavík nýtt safn um landkönnuði, geimfara og landnámsmenn, The Exploration Museum. Á safninu er að finna muni og minjar um þjálfun geimfara í Þingeyjarsýslum, leiðangra norrænna víkinga fyrir þúsund árum, kapphlaupið á pólana og margt annað sem tengist ferðum manna á ókunnar slóðir. Myndir.