Veftré Print page English

Eldheimar. Safn í Vestmannaeyjum


Forseti flytur ávarp við opnun Eldheima, safns í Vestmannaeyjum, sem helgað er gosinu í Heimaey 1973. Í ávarpinu minnti forseti á hvernig glíman við náttúruöflin hefði mótað sögu Íslendinga frá upphafi byggðar, safnið væri áminning um að kraftar náttúrunnar væru áfram herradómur jarðarinnar en jafnframt minnti það okkur á mikilvægi samstöðunnar í byggðarlögum og með þjóðinni allri; hún hefði verið grundvöllur endurreisnar Vestmannaeyja og baráttunnar við afleiðingar gossins. Jafnframt þakkaði forseti Vestmannaeyingum fyrir að færa þjóðinni þá dýrmætu gjöf og lærdómana sem safnið felur í sér.