Veftré Print page English

Sendiherra Palestínu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Palestínu, hr. Mufeed Shami, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um ástæður þess að lítill sem enginn árangur hefur náðst í þeim friðarviðræðum sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarið beitt sér fyrir milli Ísraels og Palestínu, vaxandi samvinnu PLO og Hamas og nauðsyn þess að búa til samhæfa stjórn fyrir bæði Vesturbakkann og Gasasvæðið. Þá lét sendiherrann í ljós þakklæti Palestínumanna fyrir þann stuðning sem Ísland hefur veitt þeim á alþjóðavettvangi.

 

Palestina