Sendiherra Sviss
Forseti á fund með nýjum sendiherra Sviss, dr. Rudolf Knoblauch, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um reynslu Sviss og Íslands með tilliti til afstöðunnar til Evrópusambandsins og samvinnu Evrópuríkja, samstarf að fríverslunarmálum sem og nauðsyn þess að skiptast á upplýsingum um stöðu ríkjanna og málefni Evrópu. Þá var einnig fjallað um rannsóknir á jöklum á Íslandi og í Sviss, möguleika á þjálfun ungra jöklafræðinga frá Himalajasvæðinu og framlag slíkra rannsókna til samvinnu á Norðurslóðum.