Ný viðhorf í efnahagslífi veraldar
Forseti flytur setningarávarp á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin er í Háskóla Íslands um ný viðhorf í efnahagslífi veraldar, einkum vegna aukinnar þátttöku fyrirtækja frá Asíu í atvinnulífi og fjárfestingum í Evrópu og Ameríku. Í ávarpinu rakti forseti breytingar í samskiptum Íslands við fjarlæga heimshluta, aukinn áhuga ríkja í Asíu á framtíð Norðurslóða sem og þá lærdóma sem hann hefur dregið af samskiptum sínum við forystumenn í Asíu.