Veftré Print page English

Þjálfun Indverja í jöklafræði


Forseti á fund með þremur indverskum háskólanemum, sem tekið hafa þátt í námskeiðum og þjálfun í jöklafræði á Íslandi, og afhenti þeim viðurkenningarskjöl fyrir árangurinn. Þetta er annar hópurinn sem kemur frá Indlandi í slíka þjálfun en verkefnið er byggt á áætlun sem forseti kynnti þegar hann tók við Nehru verðlaununum á sínum tíma. Viðstaddir voru einnig Helgi Björnsson, prófessor við Háskóla Íslands, Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur í jöklarannsóknum hjá Veðurstofu Íslands, sem og Dagfinnur Sveinbjörnsson og Sigríður Blöndal frá Climate Research Foundation sem annast hafa skipulagningu dvalarinnar. Indversku nemendurnir munu síðan vinna að verkefnum á þessu sviði í tengslum við indverskar vísindastofnanir. Myndir.